Rangá.is

cover_affall

Affallið rennur milli austur og vestur Landeyja. Áður fyrr rann kvísl úr Markarfljóti í Affallið. Eftir fyrirhleðslur uppi á Markarfljótsaurum breyttist það og nú er Affallið tær en ekki stór bergvatnsá. Sjóbirtingur hefur alltaf gengið í ána. Bleikja finnst þar einnig í litlum mæli. Í Affallinu veiðast að meðaltali tæpir 700 laxar á ári, á aðeins 4 stangir eða um 170 laxar á stöng.

Veiðihús

Veiðihúsið er staðsett á bænum Krossi að austanverðu við Affallið. Ekið er yfir Affallið á þjóðvegi 1 og beygt til hægri eða suðurs þegar komið er yfir brúna á Affallinu. Vegur 253 eða Bakkavegur er ekinn niður að félagsheimilinu Gunnarshólma en í stað þess að beygja til vinstri að Bakka er keyrt beint áfram til suðurs að bænum Krossi þar sem veiðihúsið er vinstra megin á bæjarhlaðinu. Aðstaðan saman stendur af 5 svefnherbergjum fyrir 8 manns, rúmgóðri stofu og eldhúsi, salerni og sturtu. Veiðimenn mega koma klukkutíma fyrir veiði nema eftir 20.sept þá mega menn koma þegar veiði byrjar. Veiðimenn komi með með eigin sængurver en sængur eru í húsinu. Gasgrill er til staðar einnig kælir undir afla. Segið Veiðieftirliti frá ef eitthvað vantar eða er ábótavant við veiðihúsið. Brottfarardag skulu veiðimenn hætta veiðum klukkan 12!

Reglur

Í ánni eru leyfðar 4 stangir.  Um hverja stöng mega vera 2 veiðimenn og skulu þeir þá vera saman á veiðistað.  Ef veiðimenn eru staðnir að því að nota fleiri stangir en leyfilegt er, mega þeir búast við því að vera vísað úr ánni.  Leyfilegt agn er fluga og maðkur en spúnn er ekki leyfilegur.

Veiðitími

1. júlí – 19. ágúst
Kl. 07-13 og kl. 16-22.

20. ágúst – 19. september
Kl. 07-13 og kl. 15-21.

20. september til loka
Kl. 07-13 og kl. 14 -20.

Til sérstakrar athugunar

Vinsamlegast gangið vel um veiðihúsið og þrífið veiðihúsið vel fyrir brottför. Skiljið við veiðihúsið í jafngóðu standi og þið viljið taka við því. Veiðimenn eru beðnir að ganga frá hverjum laxi í sér poka til hægðarauka í skráningu. Laxaplast er til staðar í veiðihúsinu. Komið með aflann til vigtunar og skráið í veiðibókina áður en haldið er heim. Veiðibókin er staðsett í Veiðiþjónustuhúsi Veiðifélagsins við Veiðihúsin við Eystri-Rangá. Akið ekki utan vega og lokið hliðum. Veiðifélagið ber ekki ábyrgð v/tjóns sem búsmali veldur á ökutækjum.

Skráning afla

Öll skráning á afla er í veiðiþjónustuhúsi Veiðifélagsins sem staðsett er við Veiðihúsin við Eystri Rangá á svæði 4. Ekið er að veiðihúsunum frá þjóðvegi 1 um km fyrir austan Djúpadal. Þar er alltaf heitt á könnunni og aðstaða til að ganga frá fiski og skrá í veiðibók. Einnig er þar kælir undir afla og allar upplýsingar um veiði. Þar geta veiðimenn fengið laxaplast áður en veiðar hefjast.