Góð veiði hefur verið í Tungufljótinu og fer sjóbirtingstíminn að ná hámarki. Það er óvenju mikið af birting í Syðri hólma og sjóbirtingurinn er í mjög góðum holdum þetta árið. Til að mynda komu tíu sjóbirtingar á land í morgun.
Eitthvað er laust af veiðileyfum í Tungufljóti sem af er veiðitímanum. Vinsamlega sendið fyrirspurnir á einar@ranga.is fyrir nánari upplýsingar.