Rangá.is

Eystri með stórlaxamet!

September 25, 2016

frett_storlax

Þann 21. september var Eystri Rangá komin í 3149 laxa og er í þriðja sæti yfir aflahæstu laxveiðiár á Íslandi og þar með kominn í meiri veiði en síðustu tvö ár. Það sem er svo merkilegt við þessa veiði er að það eru einungis um 600 smálaxar í aflanum, eða 20%. Stórlaxahlutfallið er því það allra besta hér á landi. Svona fjöldi stórlaxa hefur aldrei veiðst áður í íslenskri laxveiðiá, eða rúmlega 2500 stórlaxar. Mest veiðist af 80-90 cm laxi.

Á myndinni má sjá veiðimann með týpískan lax úr Eystri Rangár, stór, sterkur og virkilega fallegur.

Við eigum eitthvað af lausum dögum í september og október. Vinsamlega sendið fyrirspurnir á einar@ranga.is fyrir nánari upplýsingar.

Veiðisvæði

Affall

Affallið rennur milli austur og vestur Landeyja. Áður var það mjög jökullitað, vegna tengsla við Markarfljót. Eftir fyrirhleðslur uppi á Markarfljótsaurum breyttist það og nú er Affallið tær en ekki stór bergvatnsá.

Tölfræði

Meðalveiði í Eystri Rangá

4498