Rangá.is

Eystri er aflahæst

August 15, 2018

Ranga_Forsidumyndir_loftmynd

Í dag er Eystri Rangá aflahæsta laxveiðiá landsins með 2651 laxa á 18 stangir. Veiðin sem af er þessu tímabili er þegar orðin hærri en allt árið í fyrra. Fyrir árið í ár var algjört met í sleppingu gönguseiða og heppnaðist sú slepping mjög vel. Nú í sumar fór sama magn gönguseiða í sjó og því má vænta þess að næsta ár verði einnig líflegt hérna fyrir austan.

Af öðrum ám á þessum lista þá hefur Ytri Rangá & vesturbakki Hólsár (24 stangir) gefið 2288 laxa og Þverá Kjarará (14 stangir) gefið 2202 laxa.

Veiðisvæði

Affall

Affallið rennur milli austur og vestur Landeyja. Áður var það mjög jökullitað, vegna tengsla við Markarfljót. Eftir fyrirhleðslur uppi á Markarfljótsaurum breyttist það og nú er Affallið tær en ekki stór bergvatnsá.

Tölfræði

Meðalveiði í Eystri Rangá

4498