Rangá.is

515 laxa vika í Eystri Rangá

July 26, 2018

8FE6ECE1-2B01-4ADF-AA40-E8CD3066A60A

Dagana 19.-25. júlí veiddust 515 laxar í Eystri Rangá sem er besta veiði frá upphafi. Árið 2005 veiddust 502 laxar þessa daga en árið í heild gaf samtals 4222 laxa. Til gamans má geta að metveiði í Eystri Rangá er 7502 laxar árið 2007, þá veiddust 350 laxar þessa daga sem var aðeins byrjunin af laxaveislunni það árið. Það er því mjög forvitnilegt að sjá hvernig veiðin verður á næstu vikum.

Veiðisvæði

Þverá

Nú fylgir veiðistaður 1 með Þveránni og eru veiðimenn beðnir um að keyra ekki niður hjá bænum Ármótum þegar farið er að veiðistað 1 heldur koma norðan að hjá bænum Móeiðarhvoli.

Tölfræði

Meðalveiði í Eystri Rangá

4498