Rangá.is

20 pundari í Þverá!

August 29, 2018

2018-20-punda-úr-Þverá

Kristinn Jörundsson veiðikempa landaði 20 punda laxi Þverá í Fljótshlíð. Veiðin í Þverá hefur verið afspyrnu góð þetta tímabil og er áin full af laxi. Bókaðir eru um 360 laxar þegar þetta er skrifað og líklegt þykir að Þverá í Fljótshlíð nái hærri tölu en í fyrra þegar bókaðir voru 448 laxar, sem er metveiði í Þvérá.

Við óskum Kristni til hamingju með glæsilegan lax!

Veiðisvæði

Affall

Affallið rennur milli austur og vestur Landeyja. Áður var það mjög jökullitað, vegna tengsla við Markarfljót. Eftir fyrirhleðslur uppi á Markarfljótsaurum breyttist það og nú er Affallið tær en ekki stór bergvatnsá.

Tölfræði

Meðalveiði í Eystri Rangá

4498