Rangá.is

20 pundari í Þverá!

August 29, 2018

2018-20-punda-úr-Þverá

Kristinn Jörundsson veiðikempa landaði 20 punda laxi Þverá í Fljótshlíð. Veiðin í Þverá hefur verið afspyrnu góð þetta tímabil og er áin full af laxi. Bókaðir eru um 360 laxar þegar þetta er skrifað og líklegt þykir að Þverá í Fljótshlíð nái hærri tölu en í fyrra þegar bókaðir voru 448 laxar, sem er metveiði í Þvérá.

Við óskum Kristni til hamingju með glæsilegan lax!

Fara í frétt

Eystri er aflahæst

August 15, 2018

Ranga_Forsidumyndir_loftmynd

Í dag er Eystri Rangá aflahæsta laxveiðiá landsins með 2651 laxa á 18 stangir. Veiðin sem af er þessu tímabili er þegar orðin hærri en allt árið í fyrra. Fyrir árið í ár var algjört met í sleppingu gönguseiða og heppnaðist sú slepping mjög vel. Nú í sumar fór sama magn gönguseiða í sjó og því má vænta þess að næsta ár verði einnig líflegt hérna fyrir austan.

Af öðrum ám á þessum lista þá hefur Ytri Rangá & vesturbakki Hólsár (24 stangir) gefið 2288 laxa og Þverá Kjarará (14 stangir) gefið 2202 laxa.

Fara í frétt

515 laxa vika í Eystri Rangá

July 26, 2018

8FE6ECE1-2B01-4ADF-AA40-E8CD3066A60A

Dagana 19.-25. júlí veiddust 515 laxar í Eystri Rangá sem er besta veiði frá upphafi. Árið 2005 veiddust 502 laxar þessa daga en árið í heild gaf samtals 4222 laxa. Til gamans má geta að metveiði í Eystri Rangá er 7502 laxar árið 2007, þá veiddust 350 laxar þessa daga sem var aðeins byrjunin af laxaveislunni það árið. Það er því mjög forvitnilegt að sjá hvernig veiðin verður á næstu vikum.

Fara í frétt

Veiðimenn í Tungufljóti athugið

September 4, 2017

Frá og með árinu 2017 er sleppiskylda á öllum sjóbirtingi og urriða í Tungufljóti og eingöngu er heimilt að veiða á flugu með flugustöngum eins og var árið 2016 en hirða má lax og bleikju.

Veiðimönnum við Tungufljót er óheimilt að hafa undir höndum spúna, maðkaöngla, sökkur, ánamaðka, makríl, sára eða kaststangir við ána.

Sú verndarstefna sem að hefur verið innleidd við Tungufljót er strax farin að hafa áhrif og það liggur fyrir að lífslíkur sjóbirtinga sem að sleppt er aftur eru góðar. Það eru hagsmunir veiðimanna að koma að Tungufljóti fullri af fiski en ekki sviðinni eyðimörk. Hjálpið okkur að gera dvöl ykkar ánægjulegri.

Fyrir hönd leigutaka Einar Lúðvíksson.

Fara í frétt

Eystri með stórlaxamet!

September 25, 2016

frett_storlax

Þann 21. september var Eystri Rangá komin í 3149 laxa og er í þriðja sæti yfir aflahæstu laxveiðiár á Íslandi og þar með kominn í meiri veiði en síðustu tvö ár. Það sem er svo merkilegt við þessa veiði er að það eru einungis um 600 smálaxar í aflanum, eða 20%. Stórlaxahlutfallið er því það allra besta hér á landi. Svona fjöldi stórlaxa hefur aldrei veiðst áður í íslenskri laxveiðiá, eða rúmlega 2500 stórlaxar. Mest veiðist af 80-90 cm laxi.

Á myndinni má sjá veiðimann með týpískan lax úr Eystri Rangár, stór, sterkur og virkilega fallegur.

Við eigum eitthvað af lausum dögum í september og október. Vinsamlega sendið fyrirspurnir á einar@ranga.is fyrir nánari upplýsingar.

Fara í frétt

Hvellur í Tungufljóti

September 16, 2016

frett_tungufljot

Góð veiði hefur verið í Tungufljótinu og fer sjóbirtingstíminn að ná hámarki. Það er óvenju mikið af birting í Syðri hólma og sjóbirtingurinn er í mjög góðum holdum þetta árið. Til að mynda komu tíu sjóbirtingar á land í morgun.

Eitthvað er laust af veiðileyfum í Tungufljóti sem af er veiðitímanum. Vinsamlega sendið fyrirspurnir á einar@ranga.is fyrir nánari upplýsingar.

 

Fara í frétt

Nýr vefur

July 28, 2015

Nýr vefur Veiðifélags Eystri Rangár hefur litið dagsins ljós. Vefurinn er sérhannaður fyrir þarfir félagsins. Þó svo að hann sé komin í loftið munu miklar breytingar verða á honum á komandi misserum. Til að mynda mun bókunarþjónusta koma ásamt veglegri veiðiastaðalýsingu.

Vefurinn býður uppá fréttaflutning, ítarlegar upplýsingar um veiðisvæði og tölfræði svo eitthvað sé nefnt. Vefurinn aðlagast að öllum snjallsímum, spjaldtölvum og öllum mögulegum skjástærðum.

Við viljum þakka Valid vefsmíði fyrir mjög vel unnið verk og faglegt samstarf.

Fara í frétt

Veiðisvæði

Eystri Rangá

Eystri Rangá sameinast Þverá um 5 km. austan við ármót Ytri Rangár og Þverár. Hún er allmikið vatnsfall, (30 rúmm./sek.) um það bil 60 km. löng, lindá með sterk dragáreinkenni.

Tölfræði

Meðalveiði í Eystri Rangá

4498