Rangá.is

cover_thvera

Nú fylgir veiðistaður 1 með Þveránni og eru veiðimenn beðnir um að keyra ekki niður hjá bænum Ármótum þegar farið er að veiðistað 1 heldur koma norðan að hjá bænum Móeiðarhvoli. Beygt er af þjóðvegi 1 til suðurs fyrir austan Eystri Rangá þegar komið er yfir brúna og keyrt niður hjá bænum á Móeiðarhvoli. Veiðisvæðið nær frá læknum sem keyrt er yfir og að og með Þveránni.

Veiðihús

Veiðihús er staðsett á Breiðabólstað. Það blasir við hægra megin þegar komið er inn á hlaðið á Breiðabólstað. Aðstaðan saman stendur af einum aflöngum sal þar sem eru 10 kojur fyrir 10 manns, aflangt borð fyrir miðju og eldhús, salerni og sturta. Að auki er sér hjónaherbergi. Veiðimenn mega koma klukkutíma fyrir veiði nema eftir 20. september þá mega menn koma þegar veiði byrjar.

  • Vinsamlegast gangið vel um og þrífið veiðihúsið vel að lokinni veiði.
  • Skiljið við veiðihúsið í eins góðu standi og þið viljið koma að því.

Reglur

Í ánni eru leyfðar 4 stangir og um hverja stöng mega vera 2 veiðimenn og skulu þeir þá vera saman á veiðistað. Ef veiðimenn eru staðnir að því að nota fleiri stangir en leyfilegt er, mega þeir búast við því að vera vísað úr ánni þann daginn. Leyfilegt agn er fluga og maðkur en spúnn er ekki leyfilegur.

Veiðitími

1. júlí – 20. ágúst
Kl. 07-13 og kl. 16-22.

21. ágúst – 20. september
Kl. 07-13 og kl. 15-21.

22. september til loka
Kl. 07-13 og kl. 14 -20.

Til athugunar

  • Skráið afla áður en haldið er heim.
  • Akið ekki utan vega og lokið hliðum.
  • Veiðifélagið ber ekki ábyrgð v/tjóns sem búsmali veldur á ökutækjum.
  • Meðferð skotvopna er bönnuð við ána og einnig er óheimilt að tjalda við ána án leyfis landeigenda.

Skráning afla

Öll skráning á afla er í veiðiþjónustuhúsi Veiðifélagsins sem staðsett er við Veiðihúsin við Eystri Rangá á svæði 4. Ekið er að veiðihúsunum frá þjóðvegi 1 um km fyrir austan Djúpadal. Þar er alltaf heitt á könnunni og aðstaða til að ganga frá fiski og skrá í veiðibók. Einnig er þar kælir undir afla og allar upplýsingar um veiði. Þar geta veiðimenn fengið laxaplast áður en veiðar hefjast undir afla og eru þeir beðnir um að ganga frá hverjum laxi sér í poka til hægðarauka í vigtun og skráningu.