Rangá.is

Eystri er aflahæst

August 15, 2018

Ranga_Forsidumyndir_loftmynd

Í dag er Eystri Rangá aflahæsta laxveiðiá landsins með 2651 laxa á 18 stangir. Veiðin sem af er þessu tímabili er þegar orðin hærri en allt árið í fyrra. Fyrir árið í ár var algjört met í sleppingu gönguseiða og heppnaðist sú slepping mjög vel. Nú í sumar fór sama magn gönguseiða í sjó og því má vænta þess að næsta ár verði einnig líflegt hérna fyrir austan.

Af öðrum ám á þessum lista þá hefur Ytri Rangá & vesturbakki Hólsár (24 stangir) gefið 2288 laxa og Þverá Kjarará (14 stangir) gefið 2202 laxa.

Veiðisvæði

Tungufljót

Tungufljót í Skaftártungum, Vestur-Skaftafellssýslu. Upptökin eru nokkuð ofan byggðar og dragast til þess margir lækir á leið til ósa.

Tölfræði

Meðalveiði í Eystri Rangá

4498